Fréttatilkynning

30. júlí 2020

Fréttatilkynning

Fréttatilkynning

Reykjavík 30. júlí 2020

Í ljósi hertra aðgerða ríkisstjórnar Íslands vegna kórónaveirunnar sem herjar á landið og heimsbyggðina, og kynntar voru fyrr í dag, er eftirfarandi tilkynningu komið á framfæri.

Þjóðkirkjan leggur nú sem áður ríka áherslu á að hlíta reglum sóttvarnarlæknis og vera umfram allt samverkamaður yfirvalda í baráttunni gegn þessum vágesti. Allt starf kirkjunnar verður sniðið eftir þeim reglum sem lúta að takmörkunum á samkomuhaldi, samskiptum og nálægð.

Ljóst er athafnir sem hafa mikla þýðingu fyrir fólk, s.s. útfarir, hjónavígslur og skírnir munu þurfa að fara fram með þeim takmörkunum sem þessar hertu aðgerðir hafa í för með sér. Mikill lærdómur ávannst hjá kirkjunni s.l. vetur sem mun vafalaust koma að góðum notum nú.

Það skal tekið fram að fermingar fara fram í haust eins og áætlað var, með því sniði sem reglur og tilmæli almannavarna kveða á um.

Frekari upplýsingar gefur undirritaður.

Pétur G. Markan
Samskiptastjóri biskupsstofu
petur@biskup.is / 6984842
  • Covid-19

  • Fjölmiðlar

  • Frétt

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Biskup

Sr. Agnes með grímu frá Lútherska heimssambandinu

Kirkjan og kórónuveiran

11. ágú. 2020
Andlitsgríma og góð málefni
Ásta Guðrún Beck

Nýr starfsmaður

10. ágú. 2020
Ásta Guðrún Beck
Kirkjan.logo  - það besta.jpg - mynd

Laust starf - öflugur bókari

08. ágú. 2020
Umsóknarfrestur til 24. ágúst