Elsti og yngsti

13. september 2020

Elsti og yngsti

Sr. Þuríður Björg Wiium Árnadóttir og Kjartan Sigurjónsson

Á kirkjuþingi á fólk sæti sem kemur úr ýmsum áttum. Af öllum sviðum þjóðlífsins. Vígðir þjónar eru þar í minnihluta - leikmenn í meirihluta.

Og svo er fólk á öllum aldri.

Elsti kirkjuþingsmaðurinn er rúmlega áttræður. Það er Kjartan Sigurjónsson, organisti og fyrrum formaður Organistafélagsins. Maður sem er margreyndur í kirkjumálum. Hann er fulltrúi fyrir Reykjavíkurprófastsdæmi eystra, 2. kjördæmi leikra. 

Yngsti kirkjuþingsmaðurinn er sr. Þuríður Björg Wiium Árnadóttir, sóknarprestur í Hofsprestakalli í Austurlandsprófastsdæmi, og er fulltrúi fyrir Hólakjördæmi, 3. kjördæmi vígðra. Hún er rúmlega þrítug að aldri.

Þannig skilur hálf öld á milli þeirra – en bæði hafa ýmsu að miðla sem nýtist kirkju vel.

Kirkjuþing er spegill mannlífsins, speglar aldur og þjóðlífið. 

hsh

  • Leikmenn

  • Menning

  • Prestar og djáknar

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Þing

  • Frétt

Fremsta röð frá vinstri: sr. Guðrún Eggerts Þórudóttir, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, sr. Elínborg Sturludóttir og þá sr. Guðrún Karls Helgudóttir, sr. Sigurður Grétar Helgason, og sr. Arnfríður Guðmundsdóttir

Prestsvígsla

27. sep. 2020
sr. Guðrún Eggerts Þórudóttir
Börnin hlupu fram og aftur úti í Gróttu og leituðu að matnum

Árbæjaræska í Gróttu

27. sep. 2020
...TTT-starf til fyrirmyndar
Vídalínskirkja í loftinu kl. 11.00 á Rás 1

Vídalín á Rás 1

27. sep. 2020
...hlustendavænt efni í loftinu