Kirkjuþing 2020 – þriðji fundur

14. september 2020

Kirkjuþing 2020 – þriðji fundur

Frá fundi kirkjuþings 2020 á Grand Hótel Reykjavík

Það var fallegur dagur og bjartur þegar þriðji fundur kirkjuþings var settur á Grand Hótel Reykjavík kl. 9.00 í morgun.

Dagskrá var fram haldið eftir stutta bænastund.

Fyrsta mál á dagskrá, nr. 26: Tillaga til þingsályktunar brottvísanir flóttafólks sem hefur fengið alþjóðlega vernd í öðru ríki. Ekki varð mikil umræða um málið. Málinu var vísað til allsherjarnefndar.

Mál nr. 27: Tillaga til þingsályktunar um að skipa nefnd til að endurskoða starfsreglur um kjör til kirkjuþings, og starfsreglur um kosningu biskups Íslands og vígslubiskupa.

Það kom fram að nefndin gæti líka hugað að samsetningu kirkjuþings og að hún fengi fullt umboð. Flutningsmaður benti á fylgiskjöl með tillögunni þar sem meðal annars væri sýnt með grafískum hætti hvernig þetta mál lítur út.

Mjög miklar umræður urðu um málið. Rætt um samband landsbyggðar og þéttbýlis. Mikilvægt væri að kirkjuþingið endurspeglaði allt landið, hún væri þjóðkirkja. Gæta þyrfti jafnræðis milli kynja, landsbyggðar og þéttbýlis. Fram kom að með einhverjum hætti þyrfti að fá fleira fólk til að taka þátt í kirkjuþingskosningum en þátttaka er  fremur dræm. Greinargerð með málinu vakti kurr hjá sumum en bent væri á að tillaga væri til samþykktar eða synjunar en ekki greinargerðin.

Minnt var á að Íslendingar búa við kjördæmakerfi, miklir fólksflutningar eiga sér stað í landinu. Mannréttindanálgun kemur fram í greinargerðinni, að mati flutningsmanns. Er boðlegt að hafa mikinn mun á afli atkvæða? Ekki aðför að landsbyggðinni, öðru nær.
Flest þeirra sem til máls tóku studdu tillöguna. Töldu mikilvægt að skoða málið.

Lagt til að málið gengi til löggjafanefndar.

Þá var lagt fram mál nr. 28: Tillaga til þingsályktunar um heimasíðu og aðra miðla. Málið snýst um ritstjórnarstefnu á aðalnetmálgagni kirkjunnar, kirkjan.is. 

Fram kom breytingatillaga við þetta mál og stóð flutningarmaður meðal annars að henni ásamt fleirum. Um var að ræða útvíkkun á tillögunni og hljóðar svo: „Lagt er til að sett verði á fót tengslaráð þjóðkirkjunnar þar sem í sitja fulltrúi kenningarnefndar, fulltrúi biskups Íslands, sem skal vera sérfróður í almannatengslum og leikmaður á kirkjuþingi. Hlutverk og markmið tengslaráðs verði að tryggja að fylgt sé eftir samskiptastefnu kirkjuþings móta árlega stefnu og starf kirkjunnar í almannatengslum og sjá til þess að því sé fylgt eftir hafa yfirumsjón með ritstjórn á miðlum kirkjunnar s.s. vef kirkjunnar fara yfir efni og auglýsingar sem biskupsstofa sendir út á sviði almannatengsla og fræðslu í því skyni að gæta þess að efni það sé í samræmi við kenningu kirkjunnar og stefnumál.“

Mál nr. 29 var lagt fram: Tillaga til þingsályktunar um hugverkaskráningu. Myndmerki og orðmerki þjóðkirkjunnar verði skráð hjá Hugverkastofu til að vernda merkin og koma í veg fyrir misnotkun á þeim.

Og mál nr. 30: Tillaga til þingsályktunar um skráningu lausamuna. Eignir biskupsstofu, gjafir og tækifærisgjafir, verði skráðar, tilefni, gefandi o.s. frv.

Mál nr. 31: Tillaga til þingsályktunar um Fréttabréf biskupsstofu og Víðförla, fréttablað kirkjunnar. Þessi nefndu fréttabréf verði innskönnuð og sett á timarit.is og kirkjan.is – saga kirkjunnar á 20. og 21. öld er þar geymd.

Nefnt var að sum þessara mála kynnu að vera „innanhússmál“ eins og það var orðað og svaraði flutningsmaður því svo að sannarlega mætti líta á svo á en hins vegar væru málin borin upp á kirkjuþingi einfaldlega til þess að þau kæmust til framkvæmda.

Mál nr. 32: Tillaga til þingsályktunar um greiðslur útfararkostnaðar: „Kirkjuþing 2020 ályktar að Þjóðkirkjan-Biskupsstofa tryggi að prestar fái greidda óskerta þóknun og aksturskostnað samkvæmt gjaldskrá kirkjuþings vegna þjónustu við útfarir. Heimild þessi gildir frá 1. ágúst til og með 31. desember 2020.“ Þjóðkirkjan hvergi sýnilegri en í útförum. Þjóðkirkjan-Biskupsstofa mun innheimta gegn gjaldi, 5%. Rætt um aukaverk og hvort þau ættu ekki að vera skilgreind sem kjarnastörf. Fram kom að breyta þyrfti launakerfi presta hvað aukaverk snerti, koma þeim inn í heildarlaun.

Nefnt var að dómsmálaráðuneytið hefði ekki sinnt skyldu sinni að uppfæra gjaldskrána. Nú væri búið að uppfæra hana. Málinu vísað til fjárhagsnefndar.

Mál nr. 33: Tillaga til þingsályktunar um skipun starfshóps til mótunar stefnu varðandi nánari útfærslu á fasteignastefnu þjóðkirkjunnar. „...að mótuð sé stefna um það hvaða fasteignir skulu vera áfram í eigu kirkjunnar, jafnvel þótt þær séu ekki nýttar í þágu prestþjónustunnar, og hvaða eignir megi hugsanlega selja. Jafnframt er þá einnig mjög mikilvægt að markvisst sé unnið að því að þær eignir sem ekki eru seldar skili viðunandi arði.“

Mál nr. 34: Tillaga að starfsreglum um starfskostnað vegna prestsþjónustu og prófastsstarfa. Vísað til fjárhagsnefndar.

Málið snýst um breytingar á starfsreglum um rekstrarkostnað prestsembætta og vegna prófastsstarfa. Gildandi reglur eru að stofni til frá árinu 1999, þótt þeim hafi verið breytt nokkrum sinnum síðan þær voru upphaflega settar. Reglunar eru byggðar á því að greiða prestum fastar mánaðarlegar greiðslur vegna rekstrarkostnaðar prestsembætta og prófastsstarfa og er leitast við að áætla fjárhæðir greiðslna fyrirfram. Í greinargerð segir: „Ljóst er að slíkt fyrirkomulag getur ekki alltaf tekið mið af raunverulegum aðstæðum. Ástæða þykir því til að endurskoða þetta fyrirkomulag. Tekið verði upp nýtt kerfi sem miðað verði við að greiðslur nái einungis til þess kostnaðar sem raunverulega er stofnað er til og eins til að tryggja að enginn prestur beri sjálfur kostnað af þjónustu sinni. Er gert ráð fyrir að ná megi hagræðingu vegna kostnaðar við þjónustu presta, m.a. með því að nýta hagstæða innkaupasamninga Þjóðkirkjunnar - Biskupsstofu. Í því skyni er eftirfarandi lagt til: Lagt er til að prestum verði lagt til sumt af því sem til rækslu prestsstarfs þarf, í stað peningalegra endurgreiðslna á áætluðum kostnaði eins og nú er. Má þar t.d. nefna rekstur farsíma. Enn fremur er lagt til að í sumum tilvikum megi áskilja að prestar kaupi rekstrarvörur til skrifstofurekstrar hjá birgjum sem Þjóðkirkjan – Biskupsstofa hefur innkaupasamninga við.“ Hvatt til þess að málið verði rætt við P.Í., og kjarafulltrúa félagsins.

Í greinargerð segir: „Lagt er til að greiðslur til prests verði stöðvaðar ef skýrslur berast ekki innan tveggja mánaða frá lokum þess mánaðar sem skýrsla skyldi berast. Þó þykir rétt að gera ráð fyrir að töf á skýrsluskilum geti átt sér eðlilegar ástæður og er því gert ráð fyrir að biskup geti veitt undanþágu frá þessum tímamörkum skýrsluskila.“

Fram kom gagnrýni á starfsskýrsluformið. Ekki aðgengilegt form.

Spurt var um hæfi kirkjuþingsmanna að fjalla um mál sem koma þeim beint við eins og kjaramál.

Stangast á við mál nr. 7 – er þetta ekki vinnuskjal sem verið er að ræða?

Fram kom hjá einum kirkjuþingsfulltrúa að spurning væri hvort þetta væru mistök að málið skyldi komið fram með þessum hætti í ljósi þess að það hafi ekki verið rætt við P.Í.

Ógöngur – varla skjal með krónum og aurum til samþykktar eða synjunar, sagði einn kirkjuþingsmannanna. Menn eru ræða eigin hag, gengur ekki upp. Vinnubrögð fráleit. Ekkert óeðlilegt að tengja greiðslu við skýrslugerð. Ákveðin upphæð afgreidd sem P.Í. og kjaranefnd skiptu með sér.

Eftir hádegi verða nefndarfundir kirkjuþings.

Fundir kirkjuþings hefjast í fyrramálið kl. 10.00.

Streymi frá kirkjuþingi 2020.

hsh
  • Leikmenn

  • Prestar og djáknar

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Þing

  • Frétt

Fremsta röð frá vinstri: sr. Guðrún Eggerts Þórudóttir, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, sr. Elínborg Sturludóttir og þá sr. Guðrún Karls Helgudóttir, sr. Sigurður Grétar Helgason, og sr. Arnfríður Guðmundsdóttir

Prestsvígsla

27. sep. 2020
sr. Guðrún Eggerts Þórudóttir
Börnin hlupu fram og aftur úti í Gróttu og leituðu að matnum

Árbæjaræska í Gróttu

27. sep. 2020
...TTT-starf til fyrirmyndar
Vídalínskirkja í loftinu kl. 11.00 á Rás 1

Vídalín á Rás 1

27. sep. 2020
...hlustendavænt efni í loftinu