Kórónan í vestri

14. janúar 2021

Kórónan í vestri

Sr. Paneeraq Siegstad Munk, biskup í Grænlandsstifti

Kirkjan.is hafði samband í morgun við biskup granna okkar í vestri, á Grænlandi, og spurðist fyrir um stöðu mála hjá þeim í baráttunni við kórónuveiruna.

Þannig háttar nú til að nýr biskup var valinn á Grænlandi síðastliðið haust og sagði kirkjan.is frá því hér. Enn er ekki búið að vígja sr. Paneeraq Siegstad Munk sem var valin.

„Það er ekki enn kominn dagur á vígsluna,“ segir sr. Munk og bætir því við að hún sé engu að síður starfandi biskup í landinu - hún tók við starfinu 1. desember s.l.

En hvernig gengur þeim að eiga við kórónuveiruna?

Smitin ekki mörg
„Sem betur fer hefur kórónuveiran ekki truflað samfélag okkar mikið,“ segir sr. Munk, „en við förum að sjálfsögðu eftir fyrirmælum yfirvalda um eitt hundrað manna fjöldatakmörkunina í kirkjunum.“ Hún segir að um síðustu páska hafi þáverandi Grænlandsbiskup, sr. Sofie Petersen, prédikað í sjónvarpinu vegna þess að kirkjur voru lokaðar. Kirkjan í Aasiaat var lokuð um tíma vegna smita í bænum. Sama var að segja um Nuuk – þar var um tíma flest allt lokað vegna smita sem voru á kreiki.

„Annars hefur þetta allt gengið býsna vel,“ segir sr. Munk. Um jólin var útvarpað guðsþjónustu þar sem sr. Munk prédikaði.

„Safnaðarfólkið fer varlega og virðir reglurnar,“ segir hún og að almennt kirkjustarf fari fram í gegnum fjarfundabúnað og fólk vinni mjög mikið heiman frá sér. 

En hvernig er kynjaskipting í prestastéttinni á Grænlandi? spyr kirkjan.is.

„Það eru 24 prestsstöður í landinu,“ segir sr. Munk, „og þannig standa mál nú að það er jafnt, tíu karlar og tíu konur. En fjórar stöður eru lausar.“

Sr. Munk horfir björtum augum fram á vorið og enda þótt ísa leysi ekki alls staðar þá muni vinnast á kórónuveirunni fyrr en varir.

hsh


  • Erlend frétt

  • Frétt

  • Menning

  • Samfélag

  • Trúin

  • Covid-19

Fallegur engill á gömlu leiði í Hafnarfjarðarkirkjugarði

Aldargamall

05. mar. 2021
...í Hafnarfirði
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, opnar ljósmyndasýningu á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar. Frá vinstri: Þorkell Þorkelsson, ljósmyndarinn, Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar, og ráðherrann - mynd: hsh

Mögnuð sýning

04. mar. 2021
...staldrað við litríkar myndir
Altaristaflan umdeilda í Uggeløse-kirkju á Norður-Sjálandi - stef hennar er hringstigi – kannski Jakobsstigi – sem er upprisutákn; sjá nánar á heimasíðu kirkjunnar.  Mynd: Kristeligt Dagblad

List og kirkja

03. mar. 2021
...umdeild altaristafla