Kirkju breytt

17. janúar 2021

Kirkju breytt

Hjúkrunarfræðingur að störfum í dómkirkjunni í Salisbury

Eins og kunnugt er standa Bretar illa í baráttunni við kórónuveiruna og hafa þurft að grípa til harðra aðgerða.

Bólusetning gegn veirunni er hafin þar í landi eins og svo víða.

Húsnæði til bólusetningar þarf að vera rúmgott og hafa margs konar hús verið nýtt til þessa.

Hin glæsilega og sögufræga dómkirkja í Salisbury í Wiltshire hefur nú verið breytt um stundarsakir í bólusetningarmiðstöð. Presturinn þar er í skýjunum og segir að enginn geti fengið fegurra umhverfi til bólusetningar en þau sem koma í Salisbury-dómkirkjuna. Meðan fólkið bíður í röð er leikið á orgel kirkjunnar. Um þetta má lesa nánar í The Telegraph og horfa á myndband sem fylgir fréttinni - og hér fyrir neðan.

Á þriðja þúsund bólusetningamiðstöðva verða í Bretlandi þegar bólusetning verður komin á fullt skrið.

Hver veit nema einhverjar kirkjur hér verði nýttar í þessu skyni þegar til fjöldabólusetningar kemur.

The Telegraph og blaðútgáfa The Sunday Telegraph / hsh


  • Erlend frétt

  • Frétt

  • Menning

  • Samfélag

  • Covid-19

Fallegur engill á gömlu leiði í Hafnarfjarðarkirkjugarði

Aldargamall

05. mar. 2021
...í Hafnarfirði
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, opnar ljósmyndasýningu á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar. Frá vinstri: Þorkell Þorkelsson, ljósmyndarinn, Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar, og ráðherrann - mynd: hsh

Mögnuð sýning

04. mar. 2021
...staldrað við litríkar myndir
Altaristaflan umdeilda í Uggeløse-kirkju á Norður-Sjálandi - stef hennar er hringstigi – kannski Jakobsstigi – sem er upprisutákn; sjá nánar á heimasíðu kirkjunnar.  Mynd: Kristeligt Dagblad

List og kirkja

03. mar. 2021
...umdeild altaristafla