Fjármálasvið

Meginverkefni fjármálasviðs Biskupsstofu er að halda utan um bókhaldsgögn og meðhöndla þau og breyta þeim í upplýsingar sem nýtast stjórnendum til ákvörðunar í rekstri sjóða og stofnana. Biskupsstofa annast reikningshalds- og greiðsluþjónustu ásamt launaþjónustu og áætlanagerð fyrir stofnanir og sjóði kirkjunnar. Markmiðið er að sníða þjónustuna að þörfum kirkjunnar með það að leiðarljósi að stuðla að betri nýtingu fjármuna hennar.

Samkvæmt lögum um Kristnisjóð, Jöfnunarsjóð sókna og Kirkjumálasjóð ber Biskupsstofu að sjá um reikningshald þeirra. Biskupsstofa annast einnig reikningshald samkvæmt samkomulagi fyrir, Tónskóla þjóðkirkjunnar, Kirkjugarðasjóð, Strandarkirkju og Strandarkirkjugarð, Hinn almenna kirkjusjóð og ýmsa aðra sjóði í vörslu biskups Íslands. Frá og með árinu 2012 sér Biskupsstofa um reikningshald Skálholts. Ríkisendur- skoðun endurskoðar reikningshald þessara sjóða og stofnana.