Um kosningar

Kosning til kirkjuþings fer fram á fjögurra ára fresti. Á kirkjuþingi eiga sæti 29 fulltrúar, 12 vígðir og 17 leikmenn. Kosning til kirkjuþings fer fram 12. maí - 17. maí 2022. Kjörstjórn auglýsir á vefsvæði þjóðkirkjunnar kirkjan.is og á öðrum fréttamiðlum hvenær kosning hefst og hvenær henni lýkur. Atkvæðagreiðsla til kirkjuþings er rafræn. Sá einn sem er skráður á kjörskrá og hefur aflað sér fullnægjandi auðkenningar getur nýtt kosningarrétt sinn.

Starfsreglur um kjör til kirkjuþings nr. 8/2021.

Kosningarréttur vígðra.
Kosningarrétt til kirkjuþings á hver sá sem vígslu hefur hlotið og er:
a. þjónandi prestur eða djákni íslensku þjóðkirkjunnar eða hjá íslenskum söfnuði þjóðkirkjunnar erlendis og er í föstu og launuðu starfi sem slíkur
b. þjónandi prestur eða djákni sem lýtur tilsjónar biskups Íslands og er í föstu og launuðu starfi á vegum stofnunar og/eða félagasamtaka hér á landi.
Prestur eða djákni í tímabundnu leyfi, allt að tveimur árum, nýtur kosningarréttar. Prestur sem settur er til þjónustu tímabundið nýtur ekki kosningarréttar nema í þeim tilfellum þar sem ekki er skipaður prestur fyrir. Prestur, sem sinnir aukaþjónustu, nýtur ekki kosningarréttar fyrir það embætti sem hann sinnir aukaþjónustu í. Djákni skal vera ráðinn til a.m.k. eins árs eða ótímabundið til að njóta kosningarréttar. Prestur eða djákni sem látið hefur af þjónustu nýtur ekki kosningarréttar.

Kosningarréttur leikmanna.
Kosningarrétt til kirkjuþings, sem leikmaður, á hver sá sem er:
a. aðal- og varamaður í sóknarnefndum í 1., 2. og 3. Kjördæmi.
b. aðal- og varamaður í sóknarnefndum í 4., 5., 6., 7., 8. og 9. kjördæmi.
c. Þá skulu hafa kosningarrétt allt að 15 fulltrúar úr hverju prestakalli í 1, 2. og 3. kjördæmi, valdir af sóknarnefnd eða sóknarnefndum, til viðbótar öðrum kjörfulltrúum.
Takmörkun á kosningarrétti og kjörgengi. Biskupar og starfsmenn kirkjuþings og biskupsstofu njóta ekki kosningarréttar né kjörgengis. Sama gildir um kennara við guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands.
Viðmið kosningarréttar. Miða skal kosningarrétt samkvæmt við 1. apríl það ár sem kosning fer fram.

Eftirtaldir einstaklingar eru í framboði til kirkjuþings:

1. kjördæmi Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Þrír fulltrúar og þrír til vara.
Daníel Steingrímsson
Davíð Stefánsson
Gunnar Þór Ágeirsson
Jónína Rós Guðmundsdóttir
Kristrún Heimisdóttir
Ólafur Ísleifsson
Rúnar Vilhjálmsson
Vera Guðmundsdóttir

2. kjördæmi Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. Þrír fulltrúar og þrír til vara.

Anna Guðrún Sigurvinsdóttir
Árni Helgason
Ásbjörn Björnsson
Hilmar Einarsson
Konráð Gylfason
Þórdís Klara Ágústsdóttir

3. kjördæmi Kjalarnesprófastsdæmi. Þrír fulltrúar og þrír til vara.
Einar Örn Björgvinsson
Gígja Eyjólfsdóttir
Hjörleifur Þórarinsson
Margrét Eggertsdóttir
Rafn Jónsson
Ríkharður Ibsen

4. kjördæmi Vesturlandsprófastsdæmi. Einn fulltrúi og tveir til vara.
Áslaug I. Kristjánsdóttir
Brynjólfur Guðmundsson
Kristján Þórðarson
Margrét Bóasdóttir

5. kjördæmi Vestfjarðarprófastsdæmi. Einn fulltrúi og tveir til vara.
Árný Hallfríður Herbertsdóttir
Dóróthea Margrét Einarsdóttir
Ólafur Gestur Rafnsson

6. kjördæmi Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi. Einn fulltrúi og tveir til vara.
Berglind Guðmundsdóttir
Steindór Runiberg Haraldsson
Trostan Agnarsson

7. kjördæmi Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi. Tveir fulltrúar og tveir til vara.
Auður Thorberg
Hermann Ragnar Jónsson
Rósa Njálsdóttir
Sigríður Halldórsdóttir
Stefán Magnússon

8. kjördæmi Austurlandsprófastsdæmi. Einn fulltrúi og tveir til vara.
Berglind Hönnudóttir
Einar Már Sigurðarson
Jónas Þór Jóhannsson

9. kjördæmi Suðurprófastsdæmi. Tveir fulltrúar og tveir til vara.
Anný Ingimarsdóttir
Drífa Hjartardóttir
Óskar Magnússon
Sólveig Þórðardóttir

Eftirtaldir buðu sig fram úr kjördæmum vígðra (3 kjördæmi):

1. kjördæmi vígðra. Reykjavíkurkjördæmi. Sex fulltrúar og þrír til vara
Aldís Rut Gísladóttir
Arna Grétarsdóttir
Arnór Bjarki Blomsterberg
Bjarni Þór Bjarnason
Bryndís Malla Elídóttir
Elínborg Sturludóttir
Elísabet Gísladóttir
Eva Björk Valdimarsdóttir
Guðni Már Harðarson
Sigurður Grétar Sigurðsson
Skúli Sigurður Ólafsson
Stefán Már Gunnlaugsson

2. kjördæmi vígðra. Skálholtskjördæmi. Þrír fulltrúar og tveir til vara
Axel Árnason Njarðvík
Ingimar Helgason
Magnús Erlingsson
Hildur Inga Rúnarsdóttir
Dagur Fannar Magnússon

3. kjördæmi vígðra. Hólakjördæmi. Þrír fulltrúar og tveir til vara
Anna Hulda Júlíusdóttir
Benjamín Hrafn Böðvarsson
Gísli Gunnarsson
Jóhanna Gísladóttir
Þuríður Björg Wiium Árnadóttir

Til upplýsingar skal þess getið hverja uppstillinganefnd tilnefndi og samþykktir voru:

Kjalarnesprófastsdæmi
Hjörleifur Þórarinsson
Gígja Eyjólfsdóttir
Vesturlandsprófastsdæmi
Margrét Bóasdóttir
Brynjólfur Guðmundsson
Kristján Þórðarson
Vestfjarðaprófastsdæmi
Ólafur Gestur Rafnsson
Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi
Berglind Guðmundsdóttir
Austurlandsprófastsdæmi
Jónas Þór Jóhannsson

Kirkjuþing kýs kjörstjórn þjóðkirkjunnar. Í kjörstjórn eru þrír kjörstjórnarmenn og þrír varamenn þeirra. Kosning til kjörstjórnar fer fram á þriðja reglulega kirkjuþingi eftir síðasta kjör til kirkjuþings. Skipunartími kjörstjórnar þjóðkirkjunnar er fjögur ár frá 1. desember það ár sem þriðja reglulega kirkjuþing eftir síðasta kjör til kirkjuþings er haldið. Kjörstjórnarmenn skulu hvorki vera kirkjuþingsmenn eða varamenn þeirra né vera í föstu, launuðu starfi hjá þjóðkirkjunni.
Kjörstjórn velur sér aðstoðarmenn til að annast, á ábyrgð kjörstjórnar, framkvæmd tiltekinna þátta í kosningu til kirkjuþings.

Kjörnefnd

Anna Mjöll Karlsdóttir formaður
Anna Sigríður Pálsdóttir
Andri Árnason

Starfsmaður kjörstjórnar er Ragnhildur Benediktsdóttir, ragnhildurbe@kirkjan.is.  

Framboð og kynningar til kosningar kirkjuþings.

Kjörstjórn auglýsir á vefsvæði þjóðkirkjunnar kirkjan.is og á öðrum fréttamiðlum eigi síðar en 25. febrúar á því ári sem kjósa skal eftir framboðum til kirkjuþings. Þeir sem hyggjast bjóða sig fram til kirkjuþings skulu hafa tilkynnt kjörstjórn framboð sitt skriflega eigi síðar en 15. mars það ár sem kjósa skal.

Kjörgengi.

Kjörgengur til kirkjuþings er:
a. hver vígður maður sem á kosningarrétt.
b. hver leikmaður sem hefur hlotið skírn í nafni heilagrar þrenningar, skráður er í íslensku þjóðkirkjuna, og hefur náð 18 ára aldri og hefur meðmæli sinnar sóknarnefndar. Hver sá og skal hafa óflekkað mannorð. Enginn telst hafa óflekkað mannorð sem hlotið hefur dóm fyrir refsivert brot og refsing er óskilorðsbundið fangelsi, frá þeim degi sem dómur er upp kveðinn og þar til afplánun er að fullu lokið. Kjörgengisskilyrði skulu vera uppfyllt 1. apríl það ár sem kosning fer fram.

Prestur eða djákni sem uppfyllir skilyrði um kosningarrétt, nýtur réttarins og kjörgengis í því kjördæmi sem prófastsdæmi hans tilheyrir.
Prestur eða djákni hjá íslenskum söfnuði þjóðkirkjunnar erlendis sem er í föstu og launuðu starfi sem slíkur og uppfyllir skilyrði um kosningarrétt nýtur réttarins og kjörgengis í Reykjavíkurkjördæmi. Þjónandi prestur eða djákni sem lýtur tilsjónar biskups Íslands og er í föstu og launuðu starfi á vegum stofnunar og/eða félagasamtaka hér á landi og uppfyllir skilyrði um kosningarrétt nýtur kosningarréttar og kjörgengis í því kjördæmi sem prófastsdæmi hans tilheyrir.
Leikmaður sem uppfyllir skilyrði er kjörgengur innan þess kjördæmis sem lögheimili hans er skráð í þjóðskrá. Leikmaður sem uppfyllir skilyrði um kosningarrétt, nýtur réttarins innan þess kjördæmis sem sókn hans tilheyrir.

Um framboð til kirkjuþings

Í starfsreglum um kjör til kirkjuþings segir að frambjóðendur í hverju kjördæmi skuli ekki vera færri en sem nemur fjölda aðal- og varamanna til samans, annars vegar í kjördæmum vígðra og hins vegar leikmanna.

Ef ekki berist nægilega mörg framboð skuli kjörstjórn gera uppstillingarnefnd kirkjunnar viðvart og skuli nefndin þá tilnefna þá frambjóðendur sem á vantar. Tilnefningar eiga að hafa borist kjörstjórn eigi síðar en 31. mars nk.

Uppstillingarnefnd þjóðkirkjunnar 

Reykjavíkurprófastsdæmi vestra
Egill Heiðar Gíslason, Laugarnessókn
Reykjavíkurprófastsdæmi eystra
Níels Árni Lund, Grafarholtssókn
Kjalarnesprófastsdæmi
Elín Jóhannsdóttir, Bessastaðasókn

Vesturlandsprófastsdæmi
Guðrún Kristjánsdóttir, Borgarnessókn
Vestfjarðaprófastsdæmi
Hlynur Hafberg Snorrason, Ísafjarðarsókn
Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi
Jóhanna Magnúsdóttir, Bólstaðarhlíðarsóknar

Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi
Jóhann Hjaltdal Þorsteinsson, Lögmannshlíðarsókn
Austurlandsprófastsdæmi
Ólafur Eggertsson Berunessókn
Suðurprófastsdæmi
Björn Ingi Gíslason, Selfosssókn

Með tilkynningu um framboð til kirkjuþings skal eftirfarandi fylgja:

Allir frambjóðendur (vígðir og leikmenn)

Persónuupplýsingar Nafn, kennitala, heimilisfang, netfang, símanúmer og mynd af frambjóðanda sem er valkvætt (mynd verður m.a. notuð á rafrænum kjörseðli).
Sakavottorð
Sakavottorð, sótt á: sakavottorð
.
Aðild að þjóðkirkju
Biskupsstofa mun staðfesta skráningu frambjóðenda í þjóðkirkjuna.

Leikmenn sem ekki hafa setið á kirkjuþingi

Fæðingarvottorð/skírnarvottorð
Þjóðskrá gefur út fæðingarvottorð með skírnardegi skráðum inn á vottorðið en biðja þarf sérstaklega um það. Fæðingarvottorð með skráðum skírnardegi dugar.
Sótt á: fæðingarvottorð

Hægt er að fá vottorðið rafrænt gegnum island.is eða semja um öðruvísi afhendingu.
Skírnarvottorð fæst hjá presti í þeirri kirkjusókn sem skírn fór fram.

Allir leikmenn

Meðmæli sóknarnefndar
Skrifleg yfirlýsing frá sóknarnefndarformanni um meðmæli sóknarnefndar með framboði viðkomandi frambjóðanda.
Sóknarnefndarformaður sendir meðmælin á: kirkjan@kirkjan.is

Auglýsing Kjörstjórnar birt í fjölmiðlum 19. febrúar 2022.


Kjödæmi Vígðir