Stefnumótun þjóðkirkjunnar

Stefnumótun þjóðkirkjunnar

Á 59. Kirkjuþingi fól þingið kirkjuráði að hefja undirbúning að stefnumótun kirkjunnar. Sjá gerðir 59. kirkjuþings

Dr. Bjarni Snæbjörn Jónsson var ráðinn til að stýra skipulagi á stefnumótunarumræðunum, meta stöðu þjóðkirkjunnar í dag hvað skipulag, rekstur og stjórnsýslu snertir. Kirkjustarfshópur kirkjuráðs starfaði með honum ásamt Brynju Dögg Guðmundsdóttur Briem, framkvæmdastjóra kirkjuráðs.

Í kirkjustarfshópi sitja sr. Guðrún Karls Helgudóttir, formaður, sr. Arna Grétarsdóttir, og sr. Hreinn S. Hákonarson. Með hópnum starfaði einnig Þórður Sigurðarson, organisti.
Þann 6. febrúar 2021 var haldinn rúmlega 100 manna stefnumótunarfundur í netheimum.

Tilgangur fundarins var að mynda málefnagrunn að frekari mótun á framtíðarsýn og áherslum í starfsemi þjóðkirkjunnar og byggja þann grunn á samtali í breiðum hópi úr starfsemi kirkjunnar um allt land.

Tvö áhersluverkefni voru valin eftir fundinn til að vinna frekar, æskulýðsmál og samskiptamál. Stýrihópar hafa verið að störfum til að fylgja þessum áhersluverkefnum eftir.
Þessum vettvangi stefnumótunarinnar á kirkjan.is er ætlað að halda utan um upplýsingar er varða vinnuna, taka við ábendingum og tillögum og miðla framgangi stefnumótunarinnar.
Kirkjan í sókn!

Kynningarrmyndband um stefnumótun kirkjunnar

 

 

Fyrirspurnir

Ef þú vilt koma á framfæri athugasemdum eða tillögum smelltu þá á umslagið og hafðu orðið stefnumótun í Subject línunni.