Hjálparstarf

Hjálparstarf innanlands

Í öllum kirkjum er tekið á móti fólki sem þarf á aðstoð og/eða stuðningi að halda.

Hjálparstarf kirkjunnar sinnir neyðaraðstoð á Íslandi og styður og aðstoðar fólk sem er í neyð. Stuðningur felst í matar – og fatagjöfum, aðstoð við að leysa út lyf, kaup á gleraugum, stuðningur við skólagöngu og ýmislegt annað sem kann að koma upp á vegna sérstakra aðstæðna hjá einstaklingum og fjölskyldum.

Fjölskyldur lenda oft í vanda t.d. í sambandi hjóna eða sambúðarfólks. Þá eru oft erfiðleika í samskiptum við börn. Fjölskylduþjónusta kirkjunnar er með fjölskyldumeðferð sem allir hafa aðgang að. Allir presta taka einnig á móti fólki til viðtals vegna margs konar vanda.

Hjálparstarf erlendis

Hjálparstarf erlendis er unnið í nokkrum löndum. Bæði er um að ræða neyðaraðstoð og þróunarstarf. Neyðaraðstoð er sinnt þegar skyndilega kemur upp alvarlegt ástand eins og eftir jarðskjálfta, vatnsflóð, snjóflóð og fleira. Þróunaraðstoð er hjálp til lengri tíma. Hjálparstarf kirkjunnar og Kristniboðssambandið starfa á Indlandi, Eþíópíu, Malaví, Úganda og Keníu. Auk hjálparstarfs sinnir Kristniboðssambandið boðun og fræðslu um kristna trú.