Hvar er málið statt?

11. janúar 2021

Hvar er málið statt?

Vel hirt leiði umvafin föllnum laufblöðum sem minna á lif og dauða

Alþingi kemur saman nú í janúar og hefjast þá þingstörf. Mörg mál bíða afgreiðslu. Fáein mál sem koma til kasta Alþingis snerta með beinum hætti kirkju og kristni.

Tvær umsagnir bárust til Alþingis um frumvarp sem Bryndís Haraldsóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, mælir fyrir um en nokkrir þingmenn flytja málið með henni. Nú þegar hefur ein umræða farið fram um málið og verður forvitnilegt að sjá hvernig því muni reiða af í lok þings.

Þetta er eftirfararandi þingmál:

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu, nr. 36/1993, með síðari breytingum (dreifing ösku).

Kirkjan.is ræddi við Bryndísi á sínum tíma um málið

Málið snýst um að gefa fólki meira frelsi um „hvernig og hvort jarðneskar leifar þeirra séu varðveittar, grafnar eða þeim dreift“ eins og segir í greinargerð með frumvarpinu. Lögð er áhersla á frelsi einstaklingsins þegar kemur að ákvörðun um hvað gera eigi við líkamsösku og að opinber íhlutun í kringum það eigi að vera sem minnst. Í öndvegi er að virða vilja hins látna í þessu sambandi.

Verði frumvarpið samþykkt er lokið upp fyrir ýmsum möguleikum með að dreifa ösku látinna til dæmis við sumarbústaðatrjálund sem var hinum látna kær, jafnvel í þéttbýli á stöðum sem hinn látni fór oft um, til dæmis grasflatir.

Ýmsum gafst formlegt tækifæri til að veita umsögn um frumvarpið – það er öllum svo sem heimilt – og frestur gefinn til 7. janúar s.l.

Tvær umsagnir bárust sem áður sagði. Önnur var frá kirkjugarðaráði. Hvaða ráð er það? kann einhver að spyrja og lesa má um það hér. Hin var frá Kirkjugarðasambandi Íslands (KGSÍ) og um það má lesa hér.

Í umsögn kirkjugarðaráðs kemur fram að ráðinu hafi ekki borist neinar kvartanir út af fyrirkomulagi öskudreifingar sem nú er við lýði. Kirkjugarðaráð vekur athygli á að frumvarpið geri ekki ráð fyrir að frjáls öskudreifing geti stangast á við önnur lög eins og lög um hollustuhætti. Það sé ekki brýn nauðsyn að rýmka heimildir í þessu efni. Í lok umsagnar kirkjugarðaráðs segir svo:

Umsögn Kirkjugarðasambands Íslands er mjög afdráttarlaus og þar segir m.a.: 

Kirkjugarðasambandið hefur því sitthvað við frumvarpið að athuga. Það telur breytingar þær er frumvarpið boðar vera varhugaverðar og geti falið í sér óæskilegar afleiðingar. Bent er á að brýnni verkefni bíði úrlausnar eins og að taka ákvörðun um framtíðafyrirkomulag á rekstri bálstofu.

Í þessu sambandi má benda á frétt  sem birtist fyrir nokkru þar sem sagði frá því að á þriðja hundrað duftkerja væru í vörslu bálstofu kirkjugarðanna vegna þess að aðstandendur hafa ekki vitjað þeirra. 

Umsögn kirkjugarðaráðs.

Umsögn Kirkjugarðasambands Íslands.

hsh

Aths. Fréttin uppfærð 12. janúar vegna þess að þá kirkjan.is skoðaði vef Alþingis þann 11. janúar var aðeins ein umsögn færð inn um frumvarpið, önnur kom svo síðar og fréttin því uppfærð til samræmis við það


  • Menning

  • Samfélag

  • Skipulag

  • Frétt

Í Breiðholtskirkju - Vigdís V. Pálsdóttir, formaður sóknarnefndar, þakkar fyrir gjöfina. Frá vinstri: Willy Petersen, Vigdís, og  sr. Magnús Björn Björnsson - mynd: hsh

Listaverk afhjúpað

17. maí 2021
...Breiðholtskirkja vekur innblástur
Á kirkjuþingi unga fólksins í Grensáskirkju. Frá vinstri: sr. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, Berglind Hönnudóttir, Daníel Ágúst Gautason og  Kristján Ágúst Kjartansson - mynd: hsh

Góður hópur

16. maí 2021
...kirkjuþingi unga fólksins lauk í gær
Grensáskirkja - steindir gluggar eftir Leif Breiðfjörð prýða kirkjuna

Kirkjuþing unga fólksins

15. maí 2021
...hófst í gær