Dalaprestakall laust

27. janúar 2021

Dalaprestakall laust

Stóra-Vatnshornskirkja er ein af mörgum kirkjum prestakallsins - hún var vígð 1971 - Bjarni Óskarsson teiknaði

Biskup Íslands óskar eftir sóknarpresti til þjónustu í Dalaprestakalli, Vesturlandsprófastsdæmi. Miðað er við að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst, en í síðasta lagi þremur mánuðum eftir að niðurstaða um ráðningu liggur fyrir.

Um val á umsækjendum er vísað til starfsreglna kirkjuþings um val og veitingu prestsembætta nr. 144/2016 og um presta nr. 1011/2011, svo og leiðbeinandi reglna biskups Íslands fyrir umsækjendur um laus prestsembætti frá 2017.

Prestakallið
Í Dalaprestakalli eru sjö sóknir: Hjarðarholtssókn, Hvammsókn, Staðarfellssókn (nýsameinuð Staðarfellssókn og Dagverðarnessókn), Skarðssókn, Kvennabrekkusókn, Stóra-Vatnshornssókn og Snóksdalssókn.

Þann 1. desember 2019 var heildarfjöldi íbúa í prestakallinu 564 manns.

Dalaprestakall er í Vesturlandsprófastsdæmi, sem í eru níu prestaköll. Vísað er til þarfagreiningar  sókna prestakallsins aftast í auglýsingunni varðandi frekari upplýsingar um starfið og starfsumhverfið.

Starfinu fylgja þjónustuskyldur við Breiðafjarðar- og Strandaprestakall, en prestaköllin tvö eru einskonar samstarfssvæði.

Auk þessa er áskilinn réttur til að skilgreina viðbótarskyldur við prófastsdæmið og önnur prestaköll innan þess, sem og við Þjóðkirkjuna – Biskupsstofu og önnur kirkjuleg stjórnvöld.

Prestsetur er í Búðardal og þar með er búsetuskylda þar.

Allar gildar umsóknir fara til þriggja manna matsnefndar sem metur hæfni umsækjenda, sbr. 5. og 6. gr. Starfsreglna um val og veitingu prestsembætta.

Matsnefnd velur að jafnaði fjóra hæfustu umsækjendurna en þó aldrei fleiri en fimm og skilar skýrslu þar að lútandi til biskups.

Kjörnefnd Dalaprestakalls kýs sóknarprest úr hópi umsækjenda, að loknu valferli kjörnefndar, sbr. fyrrgreindar starfsreglur um val og veitingu prestsembætta.

Fyrirvari
Biskupafundur hefur unnið að breytingum á skipan prestakalla um allt land með sameiningum tveggja eða fleiri í eitt stærra prestakall. Ofangreind þjónusta er auglýst laus til umsóknar með þeim fyrirvara að vera má að biskupafundur leggi tillögur fyrir kirkjuþing er varða m.a. Dalaprestakall og sem kunna að leiða til breytinga á skipan prestakalla í prófastsdæminu, hljóti þær samþykki kirkjuþings.

Um starfið gilda lög um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997, kjara- og ráðningarsamningar, siðareglur, starfsreglur er kirkjuþing setur og samþykktir um innri málefni kirkjunnar. Er einkum vísað til starfsreglna um presta.

Nánari upplýsingar, t.d. starfskjör og helstu reglur og skyldur varðandi starfið, eru veittar hjá sr. Þorbirni Hlyn Árnasyni, prófasti Vesturlandsprófastsdæmis, s. 698 8300 og hjá Þjóðkirkjunni - Biskupsstofu, s. 528 4000.

Vísað er til laga um um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna.  

Umsóknarfrestur er til miðnættis 8. febrúar 2021.

Sjá nánar hér.

hsh


  • Frétt

  • Menning

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Starf

  • Auglýsing

Í Breiðholtskirkju - Vigdís V. Pálsdóttir, formaður sóknarnefndar, þakkar fyrir gjöfina. Frá vinstri: Willy Petersen, Vigdís, og  sr. Magnús Björn Björnsson - mynd: hsh

Listaverk afhjúpað

17. maí 2021
...Breiðholtskirkja vekur innblástur
Á kirkjuþingi unga fólksins í Grensáskirkju. Frá vinstri: sr. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, Berglind Hönnudóttir, Daníel Ágúst Gautason og  Kristján Ágúst Kjartansson - mynd: hsh

Góður hópur

16. maí 2021
...kirkjuþingi unga fólksins lauk í gær
Grensáskirkja - steindir gluggar eftir Leif Breiðfjörð prýða kirkjuna

Kirkjuþing unga fólksins

15. maí 2021
...hófst í gær